Vorferð i Mjóafjörð - 7. bekkur

Vorferð 7.bekkjar

Við lögðum við af stað frá Fáskrúðsfirði til Reyðarfjarðar til að ná í farþega og svo keyrðum við upp Fagradal og beygðum niður á Mjóafjarðarafleggjarann. Við ókum yfir Mjóafjarðarheiði, mest allan tímann í gegnum þröng snjógöng sem eru 2-3 metra há.

Svo fórum við niður til Brekkuþorps, það voru fimm skólar sem mættu og okkur var skipt í sex hópa. Við skoðuðum fyrst bátinn Björgvin og forum í siglingu á honum, skoðuðum fiskverkun Sævars, Mjóafjarðarkirkju svo fórum við niður í Sólbrekku þar sem var boðið uppá grillaðar pylsur. Eftir það skoðuðum við fjárhúsin á Brekku og hænurnar og hænuunga.

Að lokum gengum við upp að minnisvarða um Hjálmar forföður Sigfúsar Vilhjálmssonar á Brekku og hlustuðum á sögur Sigfúsar. Að lokum fórum við heimleiðis í góða veðrinu.

Kveðja 7. bekkur