Aðkoma og umferðaröryggi

Við Skólamiðstöðina er takmarkað magn af bílastæðum og aðkoman að skólanum nokkuð þröng. Foreldrar eru þess vegna hvattir til að stilla umferð bifreiða um skólasvæðið í hóf. Foreldrar eru einnig hvattir til að senda börn sín gangandi eða hjólandi eftir öruggum leiðum eftir þeim reglum sem gilda. Mikilvægt er að nemendur beri endurskinsmerki svo ökumenn eigi auðveldara með að sjá þá þegar dimmir. 

Foreldrar sem aka börnum sínum í skólann er hvattir til að nota sleppistæðið á Hlíðargötunni en þar fara nemendur úr bílnum á öruggu svæði.

Starfsfólk allt er hvatt til að ganga eða hjóla til vinnu þegar veður og aðstæður leyfa og minnka þannig umferð bifreiða um skólasvæðið. 

Skólareglur kveða á um að nemendum er með öllu óheimilt að nota reiðhjól, hjólabretti, hlaupahjól og línu- eða hlaupaskauta á skólatíma. Þeim er þó heimilt að koma á þessum fararskjótum í skólann þegar færð og veður leyfir. Skylt er samkvæmt lögum að nota reiðhjólahjálm. Nemendum yngri en 7 ára er einnig óheimilt samkvæmt lögum að hjóla á götum án fylgdar. 

Reglur varðandi öryggi nemenda í umferðinni á skólatíma eru m.a. þessar:

- Þegar dimmt er ber nemendum í 1. - 4. bekk að klæðast gulum vestum á leið sinni í íþróttir og sund.

- Nemendum í 5. - 10. bekk er almennt heimilt að hjóla í sund og íþróttir á skólatíma. 

- Nemendur í 1. - 4. bekk fá fylgd í íþróttir og sund svo tryggt sé að nemendur noti gangstíga og göngubrautir.

- Nemendur nota endurskinsvesti eftir þörfum í ferðum á vegum skólans.

- Nemendur nota alltaf hjálm í skíðaferðinni á vorönninni.

- Nemendur nota alltaf öryggisbelti í nemendaferðum í rútum og bílum. Þau sem ná ekki 135 cm lágmarki nota bílsessur eða bílstóla.

- Í hjólaferðum er skylda að nota reiðhjólahjálm og tryggja þarf að öryggisbúnaður hjóla sé í lagi. 

 

Athugasemdir hafa verið gerðar vegna öryggismála á leið nemenda í og úr sundi og íþróttum. Samkvæmt fulltrúa Mannvirkja- og veitunefndar Fjarðabyggðar er unnið að úrbótum.