Uppeldi til ábyrgðar

Uppeldi til ábyrgðar

Uppbygging sjálfsaga - Uppeldi til ábyrgðar (Restitution) er hugmyndakerfi sem starfsfólk  skóla  kennir og notar í samskipta- og agamálum. Haustið 2010 hófst innleiðing á Uppeldi til ábyrgðar í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar eins og í öðrum leik- og grunnskólum Fjarðabyggðar. Uppeldi til ábyrgðar er til að móta skólabraginn, samskipti og  skólareglur.  Stefnan er í daglegu tali nefnd Uppbygging. Lögð er áhersla á kennslu sjálfsaga, sjálfsstjórn og uppbyggileg samskipti.

Uppbygging miðar að því að finna leiðir til lausna á ágreiningsmálum, skoða hvernig við viljum vera, hver hlutverk okkar eru og hvaða þarfir liggja að baki hegðun okkar. Ef vel tekst til skapast aðstæður fyrir einstaklinginn til að leiðrétta og bæta fyrir mistök sín, gera betur og snúa síðan aftur til hópsins með aukið sjálfstraust.

Uppbygging leggur áherslu á samskipti fremur en reglur, ábyrgð fremur en blinda hlýðni og virðingu fremur en ytri umbun.

Uppbygging eflir hæfileikann til sjálfsstjórnar og hvernig brugðist er rétt við aðstæðum. Nemendum er kennt að taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum. Markmiðið er að lifa við öryggi.

 

Uppeldi til ábyrgðar er aðferð og leið til að ýta undir:

 

  •  jákvæð samskipti
  •  kenna börnum og unglingum sjálfstjórn og sjálfsaga
  •  taka ábyrgð á eigin orðum og gerðum
  •  læra af mistökum í samskiptum
  •  þekkja sína styrkleika

 

Stefnan byggir á því að öll höfum við ákveðnar  grundvallarþarfir en

hins vegar er það mismunandi hvaða þarfir skipta hvern og einn

mestu máli. Til að við getum uppfyllt þarfir okkar þurfum við að uppfylla grunnþörf okkar allra um fæði, klæði og húsaskjól.

Meira má lesa um stefnuna á eftirfarandi vefslóðum

www.realrestitution.com / Heimasíða stofnunar Diane Gossen - Restitution
http://www.glasser.com/ / Heimasíða stofnunar Glassers. Upplýsingar um gæðaskólann.
http://www.alftanesskoli.is/ / Hnappur  - Uppeldi til ábyrgðar.
http://www.sunnuhvoll.com/ / Heimasíða Magna Hjálmarssonar.
http://www.alfiekohn.org/  / Heimasíða Alfie Kohn.
netla.khi.is/greinar/2007/003/index.htm

https://uppbygging.is/ / Íslenska heimasíðan