Viðbrögð við óveðri

 

Skólahaldi aflýst

Ef nauðsynlegt reynist að fella niður kennslu vegna veðurs þarf að fylgja ákveðnum vinnureglum:

Skólastjóri ber ábyrgð á að tilkynning berist til foreldra úr Mentor fyrir kl. 7:15 að skólahaldi sé aflýst. Tilkynning er sett á heimasíðu eins fljótt og unnt er.

Slæmt veður

Ef veður er slæmt, án þess að skólahald sé fellt niður, er það í höndum foreldra að meta hvort börnin eru send í skóla.  Skólinn tekur alltaf tillit til veðurs varðandi mætingar.

Versnandi veður á skólatíma

Ef veður versnar eða veðurútlit er slæmt meðan skóli stendur yfir getur verið nauðsynlegt að gera eftirfarandi ráðstafanir.

          - Nemendur sendir fyrr heim en þá aðeins í samráði við forráðamenn.

          - Nemendum ekki hleypt út úr skólanum nema í fylgd með fullorðnum.