- Skólinn
- Nemendur
- Starfsfólk
- Foreldrar
- Sérkenni
- Merki skólans
Leiðtogaráð er hluti af tilraunaverkefni á Austurlandi skólaárið 2022-2023 sem hluti af forvörnum gegn einelti og annarri neikvæðri hegðun. Áherslan er á að félagslegir áhrifavaldar geti haft mikil áhrif hegðun, menningu og hegðunarreglur. Það er okkar hlutverk að finna þessa jákvæðu leiðtoga og fá þá með okkur í skólastarfinu, fræða þá og þjálfa og veita þeim ábyrgð og hlutverk.
Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er starfandi leiðtogaráð og með leiðtogaráðinu starfar starfsmaður frá félagsmiðstöðinni og tveir starfsmenn skólans. Í leiðtogaráðinu eru einstaklingar sem ekki eru í nemendaráði, sýna af sér jákvæða leiðtogahegðun og eru félagslega vel tengdir. Leiðtogaráð fundar hálfsmánaðarlega eina til tvær klukkustundir í senn, greina stöðuna í skólanum, finna aðgerðir eða viðburði sem leiða gott af sér, t.d. snyrta umhverfi, gera eitthvað skemmtilegt í frímínútum, gera eitthvað fyrir eldri borgara.
Leiðtogaráð fór í leiðtogabúðir í Kirkjumiðstöðinni á Eiðum 28. - 30. október 2022.
Leiðtogaráð Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar skipa: Ármey Mirra Óðinsdóttir, Emilía Björk Ulatowska og Þórunn Linda Beck Einarsdóttir.
Umsjón með leiðtogaráði 2022-2023: Ásta Kristín Guðmundsdóttir og Guðbjörg Steinsdóttir Snædal.
Hlíðargötu 56 | 750 Fáskrúðsfirði Sími á skrifstofu: 475 - 9020 Netfang: fask@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá 475-9020 |
Skólastjóri: Viðar Jónsson
Aðstoðarskólastjóri: Helga Ósk Snædal Þórormsdóttir
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 475 - 9020 / fask@skolar.fjardabyggd.is