Skólamiðstöðin

Við í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar erum hluti af skólasamfélaginu í Skólamíðstöðinni. Skólamötuneytið, Leikskólinn Kæribær, tónlistarskólinn og bókasafnið eru góðir nágrannar í sama húsnæði. Samstarfið er mikið og náið og nálægðin gerir samstarfið auðveldara og sjálfsagðara. Til að mynda er allt starfólk með sameiginlega kaffistofu. 

Leikskólinn tekur þátt í fjölmörgum uppákomum hjá okkur og yngri nemendur í grunnskólanum taka þátt í viðburðum í leikskólanum. Eins eru reglulegar heimsóknir hjá eldri nemendum leikskólans í grunnskólann og yngstu nemendum grunnskólans í leikskólann. Eva Ösp og Katrín Lea eru umsjónarkennarar í 1. og 2. bekk og eru leiðtogar í samstarfi grunnskólans við leikskólann.

Tónlistarskólinn spilar stórt hlutverk Skólamiðstöðinni og ekki síst í árshátíðinni. Nemendur fara reglulega úr kennslustundum til að sinna tónlistarnámi sínu og reynt er að hafa tímana þannig að nemendur missi sem minnst úr öðru námi á meðan. 

Bóksafnið í Skólamiðstöðinni er í senn almenningsbókasafn og skólabókasafn. Safnið nýtist skólanum í frímínútum, ekki síst þar sem skólinn er snjalltækjalaus skóli. Þá eru unglingarnir að spila og spjalla á bókasafninu. Forstöðumaður bókasafnsins kennir nemendum í 1. - 4. bekk einu sinni í viku.

Forstöðukona bókasafnsins er Anna Ólafsdóttir

Skólastjóri Kærabæjar er Ásta Eggertsdóttir

Skólastjóri tónlistarskólans er Valdimar Másson

Tengill á heimsíðu Kærabæjar er hér

Tengill á fésbókarsíðu bókasafnsins er hér