Nemendaverndarráð

Nemendaverndarráð

Í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar starfar nemendaráð sem fundar mánaðalega eða þegar þurfa þykir. Reynt er að hald fundi einu sinni í mánuði. Í ráðinu sitja aðstoðarskólastjóri, deildastjóri sérkennslu,  skólahjúkrunarfræðingur, sálfræðingur skólaskrifstofu, tengiliður frá fjölskyldusviði Fjarðabyggðar og fleiri aðilar ef þurfa þykir.

Nemendaverndarráð Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar:

Helga Ósk Þórormsdóttir - aðstoðarskólastjóri

Ólöf Linda Sigurðardóttir - deildarstjóri sérkennslu

Kristrún Selma Ölversdóttir - skólahjúkrunarfræðingur

Alma Sigurbjörnsdóttir - sálfræðingur

Bergey Stefánsdóttir - sérfræðingur frá fjölskyldusviði

Nemendaverndarráð fjallar um og samræmir störf þeirra sem sjá um málefni einstakra nemenda varðandi sérkennslu, sálfræðiþjónustu og heilsugæslu. Nemendaverndarráð skólans starfar skv. lögum um grunnskóla 91/2008 og reglugerð 584/2010 sem tekur til starfshátta nemendaverndarráða við grunnskóla. Hlutverk þess er að samræma ýmsa sérfræðiþjónustu fyrir nemendur. Nemendaverndarráð fjallar um málefni nemenda sem lögð hafa verið fyrir ráðið. Koma skal beiðnum um að mál séu tekin fyrir á fundum ráðsins til aðstoðarskólastjóra. Á fundum er ákveðnum aðila gert að fylgja málum eftir. Tilkynna skal forráðamönnum um að málefni nemenda verði tekin fyrir á fundum. Um tilkynningar til barnaverndar eða fræðsluyfirvalda er fjallað í nemendaverndarráði.