- Skólinn
- Nemendur
- Starfsfólk
- Foreldrar
- Sérkenni
- Merki skólans
Í vetur hafa nemendur í 3. og 4. bekk verið í útinámi einu sinni í viku. Stefnt er að því að útvíkka útikennslu við skólann og að skólaárið 2023-2024 verði útinám í 1. - 7. bekk einu sinni í viku í 80 mínútur í senn. Í undirbúningi er að útbúa betri aðstöðu í skóginum ofan við skólann. Mikill áhugi er fyrir frekari skrefum í útikennslu og útinámi.
Hvað er útikennsla og útinám? Útkennsla er það sem kennarinn kennir og útinám það sem nemandinn lærir. Útikennslu má skipta upp í þrjá flokka: Vettvangsferðir, grenndarkennslu og staðtengt nám.
Af hverju útikennsla og útinám?
Fjölbreyttari kennsluhættir
Skynjun á umhverfið
Nýta öll skynfæri
Aukin umhverfisvitund og sjálfsvitund
Ólíkar þarfir nemenda
Auðveldara og áþreifanlegra fyrir suma nemendur
Fara útfyrir hefðbundna kennaraímynd
Kynnast nærumhverfi sínu
Styrkari sjálfsmynd og meira frumkvæði
Bættur námsárangur
Meiri hreyfing og aukin tengsl við náttúruna
Fjölmennir bekkir
Einstaklingsmiðað nám
Félagsleg tengsl
Tenging við námskrá
Í greinasviðs hluta aðalnámskrárinnar er víða talað um útikennslu og vettvangsferðir og að það þurfi að tengja námið við veruleikann utan kennslustofunnar. Þessar áherslur eru mest áberandi í list- og verkgreinum, skólaíþróttum, samfélagsgreinum og náttúrugreinum, en á einnig við í öðrum greinum. Nokkuð víst er að mörgum hæfniviðmiðum aðalnámskrárinnar verður ekki náð eingöngu með kennslu inn í skólabyggingunni.
Tenglar
Hlíðargötu 56 | 750 Fáskrúðsfirði Sími á skrifstofu: 475 - 9020 Netfang: fask@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá 475-9020 |
Skólastjóri: Viðar Jónsson
Aðstoðarskólastjóri: Helga Ósk Snædal Þórormsdóttir
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 475 - 9020 / fask@skolar.fjardabyggd.is