Stundaskrár

Stundaskrár allra árganga má sjá hér að neðan

Skóladagurinn hjá öllum nemendum hefst kl. 8.10 alla daga vikunnar. Skólinn opnar kl. 7.45 og þá eru nemendur velkomnir og fara þá beint í sínar stofur þar til kennsla hefst kl. 8.10. Starfsfólk tekur vel á móti nemendum og sér til þess að öllum líði vel í byrjun dags.

Fyrstu tvær kennslustundirnar eru frá kl. 8.10 - 8.50 og frá kl. 8.50 - 9.30. Milli kl. 9.20 - 9.30 er ávaxtastund hjá öllum nemendum áður en haldið er í frímínútur sem eru frá kl. 9.30 - 9.50. Þá fara umsjónarmenn allra bekkja og sækja ávexti í eldhúsið og sjá um að skila bakkanum aftur að ávaxtastund lokinni. Skipulag ávaxtastundarinnar er misjafnt eftir bekkjum en hvatt er til þess að eiga notalega stunda saman áður en frímínúturnar byrja t.d. með því að hlusta á sögu. Hægt er að skrá nemendur í ávexti og grænmeti hjá ritara og kostar það kr. 2000 hvern mánuð fyrir sig. 

Í frímínútum frá kl. 9.30 - 9.50 fara nemendur í 1. - 7. bekk út og nemendur í 8. - 10. bekk eru hvattir til að fara út en mega vera inni ef þau kjósa svo. Þeir mega þó ekki vera í kennslustofunum en hafa aðgang að bókasafninu og Eyjunni. Gæsla í frímínútum er í höndum húsvarðar, stuðningsfulltrúa og skólaliða í bland við kennara og stjórnendur. 

Næstu tvær kennslustundir eru frá kl. 9.50 - 10.30 og frá kl. 10.30 - 11.10. Kl. 11.10 fara nemendur í 1. - 7. bekk í mat í matsalnum. Þá sitja 1. - 4. bekkur til borðs og skammta sér sjálf að hluta. 5. - 7. bekkur fer í röð og skammtar sér sjálfur. Nemendur í 8. - 10. bekk eru í frímínútum á meðan og hafa m.a. fótboltavöllinn ein og sér, eru á bókasafninu og Eyjunni. Kl. 11.30 fara nemendur í 1. - 7. bekk út í frímínútur og 8. - 10. bekkur fer í hádegismat. Matseðilinn má finna hér á heimsíðunni en allur matur er eldaður á staðnum. Matartíminn er hluti af lífsleikni hjá 1. - 7. bekk og því eru alltaf fjórir kennarar í gæslu ásamt skólaliðum, ritara og stuðningsfulltrúum. Umsjónarmenn bekkjanna hjálpast að við að taka af borðum, þurrka af þeim og skilja snyrtilega við matsalinn.

Næstu tvær kennslustundir eru frá kl. 11.50 - 12.30 og frá kl. 12.30 - 13.10. Um leið er skóladegi nemenda í 1. - 4. bekk lokið alla daga vikunnar. Í lok skóladags hjá öllum þurrka umsjónarmenn af borðum í stofunum, sópa og skilja snyrtilega við stofuna. Þeir nemendur í 1. - 4. bekk sem eru í Skólaselinu fara svo með forstöðukonu Skólaselsins í Skólaselið og eru áfram í Skólamiðstöðinni þar til þeirra vistun lýkur. Vistunin getur verið mismunandi eftir dögum en þó ekki lengur en til kl. 16:30. 

Misjafnt er milli daga hversu lengi aðrir bekkir eru í skólanum. Nemendur 5. - 10. bekkjar fara í frímínútur milli kl. 13.10 - 13.20. Næstu tvær kennslustundir eru svo frá kl. 13.20 - 14.00 og frá kl. 14.00 - 14.40. Milli kl. 14.40 - 14.50 eru svo frímínútur og svo er gert ráð fyrir einni kennslustund milli kl. 14.50 - 15.30. Í frímínútum eftir hádegið er ekki gert ráð fyrir að nemendur fari út en hafist ekki við í stofum á meðan. 

Á mánudögum eru 5. - 10.  bekkur í skólanum til kl. 14.00.

Á þriðjudögum eru 5. - 7. bekkur til kl. 14.00 en 8. - 10. bekkur til kl. 15.30.

Á miðvikudögum eru 5. - 7. bekkur til kl. 14.40 en 8. - 10. bekkur til kl. 15.30.

Á fimmtudögum ljúka 5. - 10. bekkur skóla kl. 14.00 nema þegar 9. og 10. bekkur er í starfskynningum þá eru þau til kl. 15.00 og svo þegar þau eru í vali á Norðfirði koma þau aftur heim kl. 16.30.  

Á föstudögum ljúka allir nemendur skóladeginum kl. 13.10. 

Þegar skóladagurinn er langur hvetjum við nemendur til að hafa með sér nesti til að borða milli kennslustunda. 

 

Leitast er við að bæta stundatöfluna í takt við skólaþróun og breytingar í samfélaginu. 

1. bekkur

2. bekkur

3. bekkur

4. bekkur

5. bekkur

6. bekkur

7. bekkur

8. bekkur

9. bekkur

10. bekkur