Jólakvöldið

Jólakvöld nemenda fer fram um miðjan desember. Þá er öllum foreldrum og útskriftarnemum síðasta árs boðið að taka þátt. Hefðin er sú að 5. - 10. bekkur spilar félagsvist og nemendur í yngri bekkjum spila borðspil og horfa á jólamynd. Undirbúningur fyrir kvöldið felst m.a. í bakstri nemenda í heimilisfræði því boðið er upp á kökur og kakó. Jólakvöldið er hluti af tvöföldum degi. 

Jólakvöld