- Skólinn
- Nemendur
- Starfsfólk
- Foreldrar
- Sérkenni
- Merki skólans
Samkvæmt 16. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 segir orðrétt:
„ Grunnskólanemendur eiga rétt á að stunda nám í einstökum námsgreinum á framhaldsskólastigi meðan þeir eru í grunnskóla enda hafi þeir sýnt fullnægjandi færni. 2) Skólastjóri í grunnskóla veitir nemanda heimild til slíks náms utan skólans samkvæmt viðmiðum sem sett skulu í aðalnámskrá. Ákvörðun skólastjóra samkvæmt þessari málsgrein lýtur ákvæðum stjórnsýslulaga".
Þau börn sem skara fram úr á einu eða fleiri sviðum námslega fá tækifæri til þess að nota námsefni við hæfi og það getur verið annað námsefni en bekkjarfélagarnir eru með. Slíkt er metið sérstaklega fyrir hvern og einn og gert í samvinnu umsjónarkennara/faggreinakennara, foreldra, nemanda og sérkennara eftir atvikum. Nemendur í 10. bekk eiga þess kost að stunda nám í áföngum á framhaldsskólastigi nái þeir tilskyldum námsárangri í 9. bekk.
Hlíðargötu 56 | 750 Fáskrúðsfirði Sími á skrifstofu: 475 - 9020 Netfang: fask@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá 475-9020 |
Skólastjóri: Viðar Jónsson
Aðstoðarskólastjóri: Helga Ósk Snædal Þórormsdóttir
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 475 - 9020 / fask@skolar.fjardabyggd.is