Mötuneytið

Í skólanum er boðið upp á áskrift að grænmeti og ávöxtum. Áskriftin kostar kr. 2000 á mánuði. 

Boðið upp á hádegisverð, sem eldaður er í mötuneyti skólamiðstöðvar nemendum að kostnaðarlausu.
Markmið mötuneytisins er að bjóða upp á einfaldan og hollan mat sem er í samræmi við manneldismarkmið Lýðheilsustöðvar. 

Skólamáltíðir hefjast daginn eftir foreldraviðtölin að hausti. 

Skólinn mælist til þess að nemendur sem koma með nesti að heiman hafi hollustuna í fyrirrúmi. 

Nemendur eru hvattir til að vera duglegir að drekka vatn úr vantsvél í anddyri og með mat.

Matráður mötuneytis er Elena Charalampous. 

Þó ekki þurfi að skrá sig sérstaklega í mat, þar sem maturinn er eldaður nemendum að kostnaðarlausu, gerir ritari óformlega könnun á unglingastigi til að koma í veg fyrir matarsóun.