Nemendaráð

 

Í 10. grein laga um grunnskóla nr. 91/2008 segir orðrétt:


„Við grunnskóla skal starfa nemendafélag og er skólastjóri ábyrgur fyrir stofnun þess. Nemendafélag vinnur m.a. að félags-, hagsmuna- og velferðarmálum nemenda og skal skólastjóri sjá til þess að félagið fái aðstoð eftir þörfum".

Nemendaráð Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er valið inn með kosningu á milli nemenda sem bjóða sig fram. Nemendur úr 7., 8., 9. og 10. bekk hafa val um að bjóða sig fram í nemendaráð. Nemendaráð fjallar um efni sem tengjast félagsstarfi nemenda, ráðið hefur umsjón með ákveðnum hefðum í skólastarfi og leitar leiða til þess að styðja við jákvæðan skólabrag og virkja aðra nemendur.

Eitt að hlutverkum nemendaráðsins er að byggja upp jákvæða og góða skólamenningu í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Formaður nemendaráðs er valinn sérstaklega. Efnt skal til kosninga ef tveir eða fleiri bjóða sig fram.

Hlutverk nemendaráðs er m.a. að vera fulltrúar nemenda gagnvart stjórn skólans og skólayfirvöldum. Hlutverk formanns nemendaráðsins er einkum að hafa forystu í félagslífi nemenda og koma fram fyrir hönd þess.

Stefnt er að því að nemendur beri ábyrgð á eigin félagsstarfi og sem flestir séu virkjaðir við undirbúning og framkvæmd. Einn af hornsteinum félagsstarfsins er sjálfboðavinna nemenda við undirbúning og framkvæmd skemmtana og við aðstöðu nemenda í skólanum.

Nemendaráð starfar undir handleiðslu Ástu Kristínar Guðmundsd. Michelsen og Guðbjargar Steinsdóttur Snædal. Nemendaráðið stendur fyrir einstaka uppákomum fyrir nemendur skólans. Formaður nemendaráðs er Gabríel Max Ketilsson, nemandi í 10. bekk og varaformaður er Bergný Björgvinsdóttir, einnig nemandi í 10. bekk.  Aðrir nemendur í stjórn nemendaráðs eru Maciej Piotr Pabisiak, í 9. bekk, Emilía Björk Ulatowska, nemandi í 8. bekk, Þórunn Linda Beck Einarsdóttir, nemandi í 8. bekk, María Lind Guðmundsdóttir, nemandi í 7. bekk og Sólný Petra Þorradóttir, nemandi í 7. bekk.