Eineltisáætlun / Olweus

Rafræn tilkynning á samskiptavanda/einelti

Tilkynning á samskiptavanda/einelti til útprentunar

Eineltisáætlun/Olweus.   

Starfsfólk skólans leitast við að fyrirbyggja einelti og ofbeldi og leysa þau mál sem upp koma á eins farsælan hátt og kostur er. Það er einlægur vilji okkar að skólinn okkar sé öruggur vinnustaður og að þar líði öllum vel. Við sýnum nemendum okkar festu og ákveðni en um leið hlýju og virðingu.

Síðan haustið 2005 hefur verið unnið samkvæmt aðferðum Dan Olweus gegn einelti. Olweus er norskur sálfræðingur sem hefur til margra ára unnið að rannsóknum á einelti og sett saman áætlun sem miðar að því að uppræta og vinna gegn einelti.

Bekkjarfundir eru haldnir reglulega í öllum bekkjum. Bekkjarreglur eru fáar en skýrar þar sem áhersla er lögð á virðingu og vináttu. Við reynum að tryggja öryggi nemenda sem best við getum í frímínútum og á göngum skólans. Gott samstarf heimila og skóla er lykilatriði í baráttunni gegn einelti og lögð er áhersla á aukinni þátttöku foreldra í starfi skólans. Árlega taka nemendur í 5.- 10. bekk könnun um líðan og samskipti. Niðurstöður þeirrar könnunar eru kynntar foreldrum.

Hvað er einelti?

Samkvæmt skilgreiningu Olweusar er það talið einelti þegar einn eða fleiri beita einstakling endurteknu líkamlegu eða andlegu ofbeldi eða félagslegri útskúfun. Sagt er að nemandi sé lagður í einelti þegar annar nemandi eða nemendur:

* segja meiðandi og óþægileg orð við hann/hana, gera grín að honum/henni eða nota ljót og meiðandi uppnefni

* virða hann/hana ekki viðlits eða útiloka hann/hana viljandi úr vinahópnum

* slá, sparka, hárreita, hrinda eða loka hann/hana inni eða úti

Meðferð eineltismála: Ef grunur vaknar um að einelti eigi sér stað í skólanum fer eftirfarandi ferli í gang:

* skilaboðum komið til starfsmanna með tölvupósti þess efnis að grunur um einelti sé að ræða og vöktun sett í gang. Starfsmenn þurfa síðan að leita nánari upplýsinga hjá umsjónakennara um það hverjir eiga í hlut

* öllum málum er vísað til umsjónarkennara/skólastjóra viðkomandi nemenda

* allir starfsmenn skólans fylgjast með samskiptum og líðan nemenda í skólanum og þar sem nemendur eru á vegum skólans

* umsjónarkennari/skólastjóri kannar málið hjá nemendum, starfsfólki og foreldrum

* umsjónarkennari/skólastjóri hefur samband við foreldra gerenda og þolenda ef upp koma alvarleg eineltismál og einnig ef illa gengur að stöðva einelti á byrjunarstigi.

* umsjónarkennari/skólastjóri ræðir strax við þolanda með eða án foreldra, allt eftir því hvernig málið ber að. Í öllum tilfellum eru foreldrar látnir vita.

* umsjónarkennari/skólastjóri ræðir við geranda/gerendur

* foreldrar eru í öllum tilfellum látnir vita af því og í sumum tilfellum einnig boðaðir í viðtal með geranda

* umræður í bekknum og lögð áhersla á að kanna hve víðfemt málið er

* umsjónarkennari getur lagt fyrir nemendur tengslakannanir og átt við þá viðtöl til að fá skýrari mynd af því sem er í gangi

Ef ekki tekst að uppræta eineltið eftir aðgerðir umsjónarkennara/skólastjóra er málinu vísað til skólastjórnenda sem leita munu þeirrar aðstoðar sem þörf er á til að uppræta eineltið.

Markmið Olweusarverkefnisins.

Helstu markmið aðgerðaáætlunar Olweusar er að draga úr tækifærum til eineltis og byggja upp afstöðu nemenda, kennara og foreldra gegn einelti. Unnið er að eftirfarandi meginþáttum með skipulögðum hætti:

* lagðar eru fyrir kannanir á einelti og niðurstöður kynntar

* allir starfsmenn skólans eru upplýstir um hvað einelti er, og að fræða starfsfólk um einelti og undirbúa það undir að vinna markvisst gegn því

* nemendur fá fræðslu um einelti, eðli eineltis, birtingarform þess og afleiðingar fyrir gerendur og þolendur

* eftirlit innan skólans er skilvirkt og lögð áhersla á vitundarvakningu meðal starfsfólks, nemenda og foreldra

* reglur skólans eru kynntar fyrir nemendum og ræddar

* haldnir eru bekkjarfundir um samskipti og skólabrag

Tekið er á þeim eineltismálum sem upp koma með skipulögðum hætti með samtölum við gerendur, þolendur og foreldra. Foreldrar eru beðnir um að vera með augu og eyru opin og láta skólann vita ef þeir verða varir við að barni er strítt eða það stríði öðrum og jafnframt láta umsjónarkennara/skólastjóra vita ef því líður illa í skólanum. 

Eineltisáætlun GF

 Olwuesaráætlunina á Íslandi má sjá hér