Foreldrafélag - lög

Lög Foreldrafélags Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

1. gr.
Félagið heitir: Foreldrafélag Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar.

2. gr.
Félagar eru allir foreldrar / forráðamenn núverandi nemenda skólans.

3. gr.
Markmið félagsins eru:

  • að koma á sem bestu sambandi milli skólans og heimila nemenda.
  • að vinna að velferð nemenda og styrkja og efla skólann í hvívetna.
  • að koma fram með hugmyndir eða óskir um breytingu á starfi skólans.
  • vinna að upplýsingamiðlun og fræðslustarfi.

4. gr.
Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að:

  • standa fyrir fræðslu- og upplýsingamiðlun til foreldra m.a. með útgáfu fréttabréfs.
  • veita aðstoð í starfi skólans vegna félagsstarfa og skemmtana nemenda.
  • styðja og efla hverja þá starfsemi sem stuðlar að auknum þroska og menningu nemenda.
  • taka þátt í samstarfi við önnur foreldrafélög og samtök foreldra.

5. gr.
Foreldrar kjósa tvo fulltrúa í skólaráð.  Á aðalfundi skal árlega kjósa einn fulltrúa í skólaráð til tveggja ára.

6. gr.
Stjórn félagsins skal skipuð fjórum fulltrúum foreldra og einum til vara, sem kosnir eru á aðalfundi. Leitast verði við að í stjórn verði skipaðir fulltrúar foreldra nemenda á öllum stigum.  Stjórnin skiptir með sér verkum. Stjórnin getur sjálf skipað bekkjartengla, ráð eða nefndir til ýmissa starfa, en stýrir og ber ábyrgð á störfum þeirra. Hún undirbýr og boðar a.m.k. einn félagsfund á vetri auk aðalfundar og afgreiðir samþykktir þeirra. Stjórn félagsins skal halda fundi eftir þörfum. Hún fylgist með starfi skólans og starfsaðstöðu nemenda. Aldrei mega fleiri en þrír ganga úr stjórn á aðalfundi.

7. gr.
Aðalfund skal halda í lok hvers skólaárs og telst fundurinn löglegur ef til hans er boðað með 5 daga fyrirvara.

Dagskrá fundarins skal vera:

  1. skýrsla stjórnar
  2. skýrsla gjaldkera
  3. skýrsla skólaráðs
  4. lagabreytingar (lög samþykkt)
  5. kosning nýrrar stjórnar
  6. kosning skólaráðs
  7. önnur mál

8. gr.
Félagsstjórn skal ekki sinna klögumálum eða hafa afskipti af vandamálum er upp kunna að koma milli einstakra foreldra eða forráðamanna barna og starfsmanna skólans.

9. gr.
Foreldrafélagið skal stuðla að góðum tengslum milli stjórnar foreldrafélagsins og skólaráðs Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar.

10. gr.
Æskilegt framlag til foreldrafélagsins er kr. 1000 á ári frá hverju heimili.

11. gr.
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi Foreldrafélags Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar.

 

Samþykkt 1. september 2009

Breytt 26. nóvember 2014