Valgreinar

Í aðalnámskrá segir orðrétt:

„Valgreinar eru hluti af skyldunámi. Í 8., 9. og 10. bekk grunnskóla skal nemendum gefinn kostur á að velja námsgreinar og námssvið sem svarar til allt að fimmtungi námstímans en skólar geta skipulagt mismunandi hlutfall valgreina eftir árgöngum og skal slíkt koma fram í árlegri starfsáætlun. Tilgangurinn með valfrelsi nemenda á unglingastigi er að hægt sé að laga námið sem mest að þörfum einstaklingsins og gera hverjum og einum kleift að leggja eigin áherslur í námi miðað við áhugasvið og framtíðaráform í samvinnu við foreldra, kennara og námsráðgjafa".

Framboð valgreina í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er mismunandi milli ára og fer það eftir stærð nemendahópa. 

Í vetur, 2022 - 2023, eru valgreinar þannig að fyrir áramót sækja nemendur í 9. og 10. bekk VA heim. Þar er boðið upp á fjölbreytt val. Hvor bekkur um sig fer í átta skipti á fimmtudögum. Þá er lagt af stað frá skólanum kl. 11.30 og komið heim aftur kl. 16.30. 

Nemendur verða í allan vetur í "Skólinn í skýjunum" þar sem nemendur velja verkefni. Verkefnið er þróunarverkefni í allri Fjarðabyggð. Skólinn fær aðgang að námsgagnatorginu þar sem hægt er að velja ýmis þemu.

8. bekkur tekur þátt í Nýsköpunarkeppni Verkmenntasskóla Austurlands og Matís. Þar verður unnið með efnið þara. Afurðin verður svo kynnt á Tæknidegi fjölskyldunnar 1. október.

8. bekkur mun vinna með forritun legoþjarks þó ekki séum við skráð til keppni þetta árið. 

Hluti af vali hjá 9. og 10. bekk eftir áramót verða svo fyrirtækjaheimsóknir í framhaldi af vinnu með starfs- og námsráðgjafa. Þær heimsóknir eru fyrirhugaðar frá febrúar til mars í níu skipti í tvær klukkustundi í senn.  Eins munu fyrirtæki á staðnum koma og kynna starfsemi sína. 

Frá janúar verður í boði fjölbreytt val fyrir nemendur í 8. - 10. bekk. Þá fá nemendur að velja úr sérstökum valbækling sem hægt er að skoða hér að neðan. 

Hvernig virkar námgagnatorgið?

Valbæklingur í VA

Valbæklingur vor 2023