Vorferð - 6. bekkur

6. b. í Hallormsstaðaskógi.
6. b. í Hallormsstaðaskógi.

6.bekkur GF hefur brallað margt núna á vordögum.

Um miðjan maí fórum við með starfsmönnum Fiskeldi Austfjarða út að laxa kvíunum og skoðuðum okkur um þar. Þessi ferð var í alla staði mjög skemmtileg og afar fróðleg. Við þökkum Ice Fish Farm kærlega fyrir móttökurnar.

Eitt af því sem er ómissandi á vordögum er heimsókn á Franska safnið. Við gengum eftir fjörunni út að safni og tíndum rusl á leiðinni. Eins og alltaf var tekið vel á móti okkur á safninu við fengum góða og skemmtilega leiðsögn.

Að lokum er það dagsferðin okkar en þá fórum við í Óbyggðasetur í Fljótsdal komum við á Skriðuklaustri, fórum í Hallormsstaðarskóg grilluðum pulsur og fórum í leiki. Við enduðum góðan dag með því að fara í Vök-baths. Frábær ferð.