Vorferð 4. og 5. bekkur - Djúpivogur

Nemendur fyrir framan Löngubúð
Nemendur fyrir framan Löngubúð

Vorferð 4. og 5. Bekkjar á Djúpavog Fimmtudaginn 27. maí fóru 4.og 5.bekkur í vorferð á Djúpavog. Um óvissuferð var að ræða svo nemendur vissu ekki hvert ferðinni var heitið og var oft spurt “erum við að verða komin”. Á leiðinni sáum við nokkuð mikið af hreindýrum sem flestum fannst mjög spennandi. Fyrsta stopp var svo Hálsaskógur, en það er skógræktin á Djúpavogi. Virkilega skemmtilegt og fallegt svæði að skoða. Þar fengum við okkur nesti og skoðuðum okkur um í góða veðrinu. Næsta stopp voru svokallaðir Sandar, en það er stór sandfjara sem bíður upp á marga möguleika til að leika og hafa gaman. Þar nutu allir sín mjög vel, óðu í sjónum og teiknuðu í sandinn. Því næst héldum við í gleðivíkina að skoða egginn áður en við forum og fengum okkur pítsur að borða á Hótel Framtíð. Eftir matinn fórum við í Löngubúð og skoðuðum sýninguna sem þar er í gangi. Svo var haldið heim á leið og allir kátir og glaðir með daginn.