Upptaktur

Eva Natalia, Elísabet Mörk og Axel
Eva Natalia, Elísabet Mörk og Axel

Þessir krakkar tóku þátt í Upptakti sem er tónsköpunarkeppni barna og unglinga. Lagið sem Elísabet Mörk Ívarsdóttir samdi heitir Úti og var valið til að taka þátt í lokahátíð keppninnar sem verður í Hörpu 20. apríl. Elísabet Mörk sem er fyrir miðri mynd spilaði á píanó og söng og henni til aðstoðar voru Eva Natalía á bassa og Axel á trommur.

Glæsilegt hjá ykkur krakkar!