Ungmennaþing

Í gær var haldið ungmennaþing í skólanum hjá okkur. Rúmlega 200 nemendur í 7. - 10. bekk úr allri Fjarðabyggð mættu á þingið. Ungmennráð Fjarðabyggðar sá um að stjórna umræðum í hópum og rædd voru málefni sem snerta skólaforðun, líðan barna í skólum sveitafélagsins, íþróttir og tómstundir og umhverfi og samgöngur. Í lok þingsins gæddu nemendur sér á pitsum. Í ungmennaráði úr Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar er Emilía Björk Ulatowska og Krystian Turin til vara.