Umferðaröryggi í útikennslu

Nemendur við gangbraut á Hlíðargötu
Nemendur við gangbraut á Hlíðargötu

Á föstudaginn kom fulltrúi Fjarðabyggðar í heimsókn í 3. og 4. bekk. Tilefnið var að nemendur í útikennslu hafa undanfarið tekið út umferðaröryggi skólabarna á leið sinni í skólaíþróttir og skólasund. Bekkirnir sendu í kjölfarið bréf til Mannvirkja- og veitunefndar þar sem þeim fannst umferðaröryggi vera ábótavant.

Í heimsókninni var áhersla var lögð á málefnalega umræðu og að allir, börn og fullorðnir, geti haft áhrif á samfélagið sitt. Raddir nemenda heyrðust hátt og skýrt. Nemendur voru ánægðir að heyra að bréfið þeirra hefði verið tekið fyrir á fundi Mannvirkja- og veitunefndar Fjarðabyggðar. Fulltrúi Fjarðayggðar lét þau vita að unnið væri að úrbótum í þessum málaflokki, þó það muni taka nokkurn tíma að koma þeim í það horf sem við viljum sjá.

Börnin eru spennt fyrir framhaldinu og hlakka til að sjá úrbætur verða að veruleika.