Þú verður að eiga það skilið

Í dag fengum við Ívar Ingimarsson fyrrverandi atvinnumann og landsliðsmann í knattspyrnu í heimsókn í 3. - 10. bekk sem hluta af umbótaáætlun skólans í tengslum við þrautseigju. 

Ívar fór yfir uppvaxtarár sín á Stöðvarfirði þegar æft var aðeins þrjá mánuði ársins og því þurfti hann að æfa átta til níu mánuði sjálfur. Eins var aðstaðan í lakara lagi þar sem ekki var íþróttahús á staðnum. 

Ívar fór einnig yfir þá hluti sem skipta sköpum ef við ætlum að ná árangri á einhverju sviði. Þá skiptir miklu máli að hafa trú á sjálfum sér, vera jákvæður, fá góðan svefn, leggja mikið á sig, vera tilbúin að hlusta og læra, setja sér markmið og fylgja þeim og takast á við mótlæti og gefast ekki upp.

Myndir frá heimsókn Ívars má sjá hér