Þorrablót nemenda

Á föstudaginn blótuðu nemendur í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar þorra þar sem nemendaráð var með skemmtidagskrá fyrir alla nemendur skólans. Yngsta stigið ásamt elstu deild leikskólans kom saman á sal þar sem var sungið og farið í skemmtilega leiki. Í hádeginu gátu nemendur síðan smakkað þorramat og fengu að sjálfsögðu líka grjónagraut með slátri. Eftir hádegi hittust miðstig og unglingastig á sal og sungu saman og skemmtu sér konunglega við góða dagskrá. Við viljum þakka Navinu kærlega fyrir undirspilið og öllum kennurum sem stóðu að þessu og ekki síður nemendaráði og fulltrúum þeirra! 

Frábær þorri! 

Hér má sjá myndir frá deginum