Söngur á sal

Í kjölfar velferðarvikunnar í haust var ákveðið að hafa söngstund á sal á miðvikudögum fyrir alla nemendur. Tónlistarskólinn og söngelskir starfsmenn hafa haft veg og vanda af undirspili og skipulagi. Í dag var söngstundin í höndum Beggu frá tónlistarskólanum og Dagnýjar frá grunnskólanum. Á dagskráni var meðal annars keðjusöngur sem þótti takast afar vel. Vorið er komið víst á ný eða ekki. 

Sá ég spóa

Sá ég spóa suð'r í flóa,
syngur lóa út í móa.
Bí, bí, bí, bí.
Vorið er komið víst á ný.