Stóra upplestrarkeppnin í GF

7. bekkur GF
7. bekkur GF

Þann 25. febrúar var lokahátíð Stóru upplestrarkeppninar hér í GF. Það eru nemendur í 7. bekk sem taka þátt, lesa bæði ljóð og sögubút. Öll voru þau búin að æfa sig vel og taka miklum framförum í upplestri.

Vegna covid-19 var héraðshátíðinni frestað fram á haust. Fulltrúar GF þar verða þær Bergný Björgvinsdóttir og María Kristín Ás Siggeirsdóttir.