Á skóladagatali skólaársins 2025-2026 er skráð Skólaþing þann 22.október nk fyrir nemendur og forsjáraðila í 6. - 10.bekk. Við biðjum ykkur því að taka daginn frá og mæta til okkar á Skólaþing Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar til að efla starf okkar hér. Málefni þingsins eru brýn og við vonum að allir sjái sér fært að mæta.
Þema Skólaþingsins er: Tengsl foreldra og skólasamfélags skólanna í Fjarðabyggð
Foreldraþingið hefst klukkan 8:10 og gert ráð fyrir að því ljúki kl 9:30.
Við viljum að nemendum vegni vel í lífi og starfi og viljum nú sem fyrr leita allra leiða til að ná því markmiði. Við trúum því að með sameiginlegu átaki verðum við sterkari og náum frekar árangri.
Við hlökkum til Skólaþingsins og samráðsins við ykkur öll.