Skólaslit

Á morgun, föstudaginn 2. júní, er síðasti skóladagur þessa skólaárs. Um morguninn er hjóladagur og svo borðum við grillaða hamborgara í hádeginu.

Eftir hádegið er stutt stund í stofum með umsjónarkennurum. Skólaslitin í 1. - 9. bekk eru kl. 12.30 og hjá 10. bekk kl. 17.00. Að sjálfsögðu eru allir velkomnir og hvetjum við foreldra/forsjáraðila sérstaklega til að samgleðjast með okkur á þessari uppskeruhátíð.