Skólaselið

Við erum afar stolt af því starfi sem fram fer í Skólaselinu alla virka daga milli kl. 13.10 - 16.30.  Samkvæmt lögum nr. 33 a um grunnskóla nr. 91/2008 um frístundaheimili eiga öll börn í 1. - 4. bekk að eiga kost á vist í frístundastarfi. Þar segir einnig að þar skuli vera áhersla val barna, frjálsan leik og fjölbreytileika í viðfangsefnum og umhverfi. Tania Li Mellado er forstöðukona Skólaselsins og með henni vinna Anabel Colina og Arnar Freyr Pétursson. Í dag voru nemendur og starfólk Skólaselsins að mála í myndmenntastofunni. Hér má sjá nokkrar myndir frá þeirri vinnu.

Nánari upplýsingar um Skólaselið má finna hér