Skólakynningar

Það er fastur liður í skólastarfinu að fá framhaldsskóla hér á svæðinu í heimsókn og hafa fulltrúar VA og ME þegar komið í heimsókn og kynnt sína skóla. Í dag fengum við fulltrúa úr framhaldsskólanum á Laugum í heimsókn með kynningu. Við erum öllum þessum skólum þakklát fyrir að heimsækja okkur og erum viss um að þessar heimsóknir hjálpi nemendum að gera upp hug sinn varðandi val á framhaldsskóla.