Skólahreysti 2019 - frétt frá nemendum í 9. bekk.

Skólahreysti - 11. apríl
Skólahreysti - 11. apríl

Í ár fara fimm krakkar í Egilsstaði að keppa í skólahreysti 11. apríl. Þangað fara Ólafur Bernharð, Teerapong Sudee, Karítas Embla, Elísabet Mörk og Viktor Ívan.

Óli keppir í dýfum og upphífingum, Elísabet í armbeygjum og hreystigripi, Karítas og Pong fara í harðabrautina og Viktor er varamaður.

Skólametin okkar:

Hraðabraut: 02:31 sett 2016

Upphífingar: 46 sett 2012

Dýfur: 40 sett 2010

Armbeygjur: 41 sett 2015 og 2016

Hreystigrip: 03:40 sett 2013

Vonandi geta sem flestir mætt og kvatt liðið okkar áfram! ÁFRAM GF!

Ef þið viljið lesa meira um skólahreysti getið þið smellt hér.

Tveir nemendur úr 9. bekk skrifuðu þessa frétt.