Skíðaferð í blíðunni

Í dag var útivistardagur í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar þar sem ferðinni var heitið í Oddskarð. Óhætt er að segja að veðrið hafi leikið við okkur þar sem sólin skein glatt og varla hreyfði vind allan daginn. Samkvæmt staðarhöldurum voru nemendur og starfsfólk skólanum til sóma í umgengni á svæðinu, ekki síst í skálanum. Eins hefðu krakkarnir staðið sig eins og hetjur í brekkunum. Það er alltaf gaman að fá hrós. Hér má sjá myndir frá ferðinni. Jafnvel er von á fleiri myndum fyrr en seinna eða þegar allir ljósmyndarar ferðarinnar hafa skilað af sér.