Öskudagur 2022

Nemendur af Yngsta stigi í morgun.
Nemendur af Yngsta stigi í morgun.

Margir nemendur og starfsfólk mættu í skólann í morgun í öskudagsbúning.

Kl. 10 í morgun fór hersingin af stað í öskudagsgöngu og heimsóttu nokkrur fyrirtæki og stofnanir.

Nokkur fyrirtæki færðu skólanum góðgæti og var því útdeilt í íþróttahúsinu í lok dags þar sem kötturinn var sleginn úr tunnunni. Það eru komnar nokkrar myndir í albúm.

Þeir aðilar sem tóku á móti krökkunum eða sendu okkur góðgæti eru:

 • Uppsalir
 • Meta
 • Loppa
 • Sumarlína
 • Kjörbúiðin
 • LVF
 • Kirkjan
 • Hárkjallarinn
 • Frú Anna
 • Ice fish farm
 • AFL
 • HSA

 

Takk allir fyrir að gera daginn betri !