Öskudagur

Trúðar
Trúðar

Eftir linnulausa rigningu síðasta sólarhringinn stytti upp núna klukkan 9 og eru nemendur farnir að láta í sér heyra.

Vegna aðstæðna í þjófélaginu taka nokkur fyrirtæki á móti krökkunum úti og hlusta á söng og gefa þeim góðgæti fyrir.

Önnur fyrirtæki færðu skólanum góðgætið og því verður útdeilt í íþróttahúsinu í lok dags þar sem kötturinn verður sleginn úr tunnunni. Það eru komnar nokkrar myndir í albúm.

Þeir aðilar sem tóku á móti krökkunum eða sendu frá sér eru:

Uppsalir, Meta, Loppa, Sumarlína, Kjörbúiðin, LVF, Kirkjan, Áhaldshús, Tannlæknirinn, AFL, Höfnin, Landsbankinn, Sesam, Keðjuverkun og HSA.

 

Takk allir fyrir að gera daginn betri fyrir krakkana!