Opinn fundur í skólaráði

Miðvikudaginn 10. maí er opinn fundur í skólaráði Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar. Þá er öllum sem kjósa frjálst að mæta og taka þátt í fundinum. Fundurinn hefst kl. 16.00 á sal skólans. Við hvetjum nemendur, starfsfólk og foreldra að fjölmenna á fundinn. 

Dagskrá er sem hér segir:

  1. Ný áætlun vegna eineltis og samskiptavanda

  2. Drög að skipulagi næsta skólaárs

  3. Foreldrahluti Skólapúlsins

  4. Öryggismál í skólanum

  5. Skóladagatal og starfsáætlun skólaárið 2022-2023

  6. Önnur mál

Upplýsingar um skólaráð Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar má sjá hér