- Skólinn
- Nemendur
- Starfsfólk
- Foreldrar
- Sérkenni
- Merki skólans
Síðastliðinn þriðjudag var foreldradagur í skólanum hjá okkur. Dagurinn var þó ekki með hefðbundnu sniði, þar sem umsjónarkennari ræðir við nemenda og foreldra, heldur voru viðtölin nemendastýrð. Nemendastýrð foreldraviðtöl fela í sér að nemandinn sjálfur undirbýr viðtalið í samvinnu við umsjónarkennarann sinn, æfir sig og stjórnar viðtalinu eftir fyrirfram ákveðinni dagskrá. Hlutverk kennarans er að grípa aðeins inn í ef nauðsyn krefur og svara spurningum ef þær vakna hjá nemenda og foreldri. Nemendastýrð viðtöl geta verið afar valdeflandi og undirstrikað ábyrgð og áhrif nemenda á eigin námi. Útfærslur viðtalanna eru mismunandi og fara eftir aldri og þroska nemenda.
Um frumraun er að ræða í skólanum okkar. Í febrúar fóru til að mynda allir umsjónarkennarar skólans í heimsókn í Grunnskóla Reyðarfjarðar til að læra af reynslu þeirra. Hugmyndin er að framvegis verði nemendastýrð viðtöl hluti af skólastarfinu á vorönn. Kennarar eru almennt sammála um að vel hafi tekist til í fyrsta kasti en slípa þurfi til einstök atriði.
Hlíðargötu 56 | 750 Fáskrúðsfirði Sími á skrifstofu: 475 - 9020 Netfang: fask@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá 475-9020 |
Skólastjóri: Viðar Jónsson
Aðstoðarskólastjóri: Helga Ósk Snædal Þórormsdóttir
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 475 - 9020 / fask@skolar.fjardabyggd.is