Mælingar í 2. bekk

Mælingar á skólalóð.
Mælingar á skólalóð.

Í stærðfræði hefur 2. bekkur verið að læra um mælingar.

Þau fóru út á föstudagsmorgun og mældu fótboltavöllinn við skólann. Hann er 35 metrar að lengd  og framhlið gamla skólans er 50 metrar.

Þegar þau voru að klára mælingarnar fór brunakerfi skólans í gang. Þessi óvænta æfing fór vel fram og allir nemendur og kennarar skólans fóru út á fótboltavöll eins og þeir stóðu, margir á sokkunum og í bol.