Legóferðin

Stjörnu Sævar og Sprengju Kata, kynnar keppninar.
Stjörnu Sævar og Sprengju Kata, kynnar keppninar.

Við í 7. og 8. bekk Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar fórum um helgina í Legóferðina. 

Á föstudaginn fórum við með flugi kl. 09:00 frá Egilsstöðum og komum heim með kvöldvélinni á sunnudagskvöld.

Á föstudaginn fórum við í Ikea og í fyrirtækjaheimsókn til Marel Einnig fórum við Alþingishúsið og svo í Kringluna. Um kvöldið fórum við í bíó.

Laugardagurinn var legódagurinn og gekk okkur vel og skemmtum við okkur stórkostlega. Við fluttum rannsóknarverkefni um vandamál framtíðarinanr sem er geimrusl og okkur gekk vel í þrautabrautinni. Við fórum út að borða um kvöldið og vorum svo öll sofnuð fyrir miðnætti;)

 

Á sunnudag fórum við á Hvalasafnið og náttúrusafnið í Perlunni og í íshellinn. Við fórum svo í Lasertag og svo gafst tími fyrir ís áður en við mættum í flug.

Þetta var svakaleg ferð!

Við viljum þakka öllum sem styrktu okkur!

Nemendur 7. og 8. bekkjar GF.