Jólakvöld Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar haldið 11.desember 2025

Jólakvöld Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar haldið með pompi og prakt

Hin árlega jólastund Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar, jólakvöld GF, var haldin miðvikudaginn 11. desember 2025 og tókst með eindæmum vel. Kvöldið er fastur liður í skólastarfinu og nýtur jafnan mikilla vinsælda meðal nemenda, foreldra og samfélagsins alls.

Yngstu nemendur skólans, 1.–4. bekkur, mættu klukkan 17:00 ásamt foreldrum sínum. Þar tóku þau þátt í notalegri jólaföndurstund og gátu einnig horft á mynd saman. Að því loknu var boðið að fara í Eyjuna þar sem gestir gátu notið ýmissa kræsinga sem nemendur höfðu útbúið af mikilli natni í heimilisfræðismiðjum skólans. Yngstu nemendurnir héldu síðan heim á leið klukkan 19:00.

Eldri nemendur skólans, 5.–10. bekkur, mættu klukkan 18:00 ásamt skyldfólki og gestum úr samfélaginu á Fáskrúðsfirði. Þar var spiluð félagsvist í góðum anda og skapaðist hlý og skemmtileg stemning. Í miðju kvöldi var gert hlé og gestir héldu í Eyjuna þar sem boðið var upp á jólakræsingu sem nemendur höfðu útbúið bæði í heimilisfræði og vali. Fannar Daði í 8.bekk og Þórunn Lóa í 5.bekk stóðu uppi sem sigurvegarar í félagsvist kvöldsins. 

Jólakvöldinu lauk klukkan 21:00 og má með sanni segja að kvöldið hafi verið afar vel heppnað. Skólinn þakkar öllum nemendum, starfsfólki, foreldrum og gestum kærlega fyrir þátttökuna og samveruna.

Myndir frá kvöldinu má sjá á þessum hlekk.