Löng hefð er fyrir jólakvöldi í skólanum. Jólakvöldið er hluti af tvöföldum degi á skóladagatali. Þá mæta nemendur og starfsfólk og spila saman. Nemendur í 1. - 4. bekk spila á borðspil og horfa á mynd meðan nemendur í 5. - 10. bekk spila félagsvist. Veitingar eru bornar fram og foreldrum boðið að taka þátt í kvöldinu.
Að þessu sinni er jólakvöldið kl. 18.00 miðvikudaginn 13. desember. Nemendur í 1. - 4. bekk eru í skólanum til kl. 20.00 en nemendur í 5. - 10. bekk eru þar til spilamennskunni lýkur um kl. 21.00.
Hlíðargötu 56 | 750 Fáskrúðsfirði Sími á skrifstofu: 475 - 9020 Netfang: fask@skolar.fjardabyggd.is |
Skrifstofa skólans er opin frá 4759020 |
Skólastjóri: Viðar Jónsson
Aðstoðarskólastjóri: Helga Ósk Snædal Þórormsdóttir
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 475 - 9020 / fask@skolar.fjardabyggd.is