Jákvæða Fjarðabyggð

Pálmar Ragnarsson
Pálmar Ragnarsson

Kæru foreldrar
Í sal Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar fimmtudaginn 22. nóvember kl. 20:00.

Alma Sigurbjörnsdóttir sálfræðingur frá Skólaskrifstofu Austurlands fjallar um hugarfar og hvaða áhrif það hefur á líf og störf einstaklinga

Pálmar Ragnarsson, hefur farið víða með sína vinsælu fyrirlestra enda komið víða við sem körfuboltaþjálfari, sjónvarpsmaður og fyrirlesari. Í fyrirlestrunum fjallar hann á líflegan hátt um samskipti í hópum og það hvernig við getum haft góð áhrif á fólkið í kringum okkur. Þar tekur hann fyrir atriði eins og hrós, hvatningu, viðbrögð við mistökum, móttöku, áhuga og hvernig áhrif við getum haft í hóp bæði góð og slæm. 

Endilega takið tímann frá því hér er gott tækifæri til að fá uppbyggilegan fyrirlestur í heimabyggð.