Hundraðadagahátíð!


Í tilefni þess að nemendur 1. -4. bekkjar höfðu verið í skólanum 100 daga á þessu skólaári á miðvikudaginn var haldin 100 daga hátíð á fimmtudagsmorgun! 
Eitt og annað var gert sem tengist tölunni 100 m.a. gerðu nemendur myndir af sér eins og þeir halda að þeir verði þegar þeir verða 100 ára, byggðu ýmsa skúlptúra úr 100 pappaglösum, skrifuðu 100 orð, töldu 100 stk. gotterí í poka sem þeir gæddu sér á yfir bíómynd.
Markmið með hátíðinni er að vinna saman, virða hvert annað, sýna hjálpsemi og hafa gaman.