Fullveldisafmæli í GF

Haldið upp á fullveldisafmælið í GF

Á föstudaginn ætlum við halda upp á 100 ára fullveldisafmælið í skólanum. Við ætlum að hafa afmælisveislu með góðum mat, söng og dansi í hádeginu. Við ætlum að mæta í sparifötum og borða öll saman í salnum sem nemendur skreyta í samræmi við tilefnið. Nemendur hafa undanfarið fræðst um hið merka ár 1918 og fullveldið, auðvitað mismikið eftir aldri. Nemendum af yngsta stigi fannst t.d. ekki svo sniðugt að missa danska kónginn því kóngar eiga svo flottar kórónur.

Endilega muna eftir sparifötunum á föstudaginn.