Forsetinn í heimsókn í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar

Um þessar mundir er forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, í þriggja daga opinberri heimsókn í Fjarðabyggð. Við í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar vorum þess heiðurs aðnjótandi að fá hann í heimsókn til okkar í dag. Heimsóknin þótti takast vel og voru nemendur sérstaklega spenntir að fá hann í skólann til okkar.

Emilía Björk Ulatowska, fulltrúi nemenda, byrjaði á því að bjóða Guðna velkominn og sagði frá skólanum okkar og einkennum hans í stuttu máli. Því næst fékk forsetinn orðið og svaraði undirbúnum spurningum frá nemendum. Í kjölfarið sungu allir viðstaddir tvö lög. Að lokum dönsuðu allir saman við vinsælasta lag skólans í Just dance, Waga Waga

Hér má sjá myndir frá deginum og einnig málaðar myndir af Guðna sem nemendur í 1. og 2. bekk unnu á dögunum í tilefni heimsóknar hans.