Forritun og róbótar

6. bekkur
6. bekkur

Á aðalfundi Loðnuvinnslunar í sumar fékk GF styrk til kaupa á tækjum fyrir forritunarkennslu.

Búið er að kaupa 12 litla róbóta sem hægt er að forrita í spjaldtölvum. Einnig fylgja þessu aukahlutir og verkefnaspjöld.

Nemendur hafa verið í forritun á code.org þar sem þau hafa lært grunnatriðin en nú fá þau að sjá þessar litlu verur framkvæma það sem forritað er. SPENNANDI ;)

Krakkarnir í 1. og 6. bekk eru hér kampakátir með viðbótina við annars fjölbreytt skólastarf.

TAKK FYRIR Loðnuvinnslan!

Einn nemandi úr 1. bekk sagði þegar myndatöku lauk "þetta ætti að vera Kaupfélag Íslands, þetta er svo flott"!