Sjálfsmynd

Skemmtilegar myndir
Skemmtilegar myndir

Myndmennt - 4. og 5 bekkur

Sjálfsmyndir

Nemendurnir voru beðnir um að teikna andlitsmynd af sjálfu sér með blýanti einum saman. Þeim var kennt mikilvægi þess að beita blýantinum rétt (ekki teikna of fast), notast við hjálparlínur til þess að ná hlutföllum réttum og jöfnum og skissa þar sem margar línur eru gerðar þar til rétt form næst.

Þegar að nemendur voru síðan sáttir við sína sjálfsmynd fóru þeir og fengu þrjú afrit af myndinni.

Hvert eintak var síðan litað með mismunandi gerð af litum þ.e.a.s. trélitum, tússlitum og akrílmálningu, allar áttu þær að vera eins í litatónum. Þá sáu nemendur hve ólíkar myndirnar gátu verið þrátt fyrir að nota sama lit fyrir hverja mynd.

Afraksturinn er á veggjum skólans.