Foreldrahluti Skólapúlsins

Niðurstöður úr foreldrahluta Skólapúlsins voru birtar okkur í vikunni. Hægt er að nálgast þær, bæði yfirlitsniðurstöður og heildarniðurstöður, á heimasíðu skólans. Svarhlutfallið í rannsókninni var 87,5% en til þess að rannsóknin teljist marktæk þurfa a.m.k. 60% foreldra að taka þátt. Þessi mikla þátttaka er okkur mikið ánægjuefni og merki um áhuga á skólastarfinu.

Helstu niðurstöður eru þær að við erum yfir landsmeðaltali í flestum þáttum rannsóknarinnar. Rannsóknin gefur okkur góða endurgjöf á starfið frá foreldrasamfélaginu og munum við nýta niðurstöðurnar og gera úrbætur á ákveðnum þáttum með það að markmiði gera betur.  

Yfirlitsniðurstöður

Heildarniðurstöður