Endurskin í myrkrinu

Tveir drengir af yngsta stigi með nýju merkin.
Mjög töff!
Tveir drengir af yngsta stigi með nýju merkin.
Mjög töff!

Í morgun kom fráfarandi formaður Foreldrafélags grunnskólans færandi hendi með endurskinsmerki handa öllum nemendum skólans að gjöf frá félaginu.

Það er ósk þeirra að nemendur setji merkið á skólatösku eða úlpu sem allra fyrst. 

Sjáumst í myrkrinu!