Dýr í útrýmingarhættu

Nemendur í 8. bekk hafa undanfarið unnið verkefni sem tengist náttúru, gróðurfari og loftslagi jarðar í samfélagsfræði. Þar hafa þau einblínt á gróður- og hitabelti, ásamt loftslagi og loftslagsbreytingum og skoðað hvernig þessar breytingar hafa haft áhrif á dýrlíf. Verkefnalýsingin var þannig að nemendur drógu miða en á miðunum voru 10 dýr sem teljast til dýra í útrýmingarhættu. Markmiðið var að þau myndu afla sér upplýsinga um dýrin, heimkynni, fæðu, staðsetningu í gróður- og hitabeltum jarðar og hvað það er sem veldur því að dýrin eru í útrýmingarhættu. Þau settu svo upplýsingarnar veggspjald sem var sniðið að útliti dýranna. Áhersla var á heimildaleit og rétta notkun heimilda.