Bóndadagur í dag

Þrír ungir menn úr 10. bekk
Þrír ungir menn úr 10. bekk

Þorrinn byrjar í dag með bóndadeginum.

Í gömlum heimildum stendur:

Þess vegna var það skylda bænda 'að fagna þorra' eða 'bjóða honum í garð' með því að þeir áttu að fara fyrstir á fætur allra manna á bænum þann morgun sem þorri gekk í garð. Áttu þeir að fara ofan og út í skyrtunni einni, vera bæði berlæraðir og berfættir, en fara í aðra brókarskálmina og láta hina svo lafa eða draga hana eftir sér á öðrum fæti, ganga svo til dyra, ljúka upp bæjarhurðinni, hoppa á öðrum fæti í kringum allan bæinn, draga eftir sér brókina á hinum og bjóða þorra velkominn í garð eða til húsa.

Þrír ungir menn úr 10. bekk léku þetta eftir hér í frímínútunum í kringum fótboltavöllinn í hálkunni. Svo komu nokkrir yngri á eftir.