Bókakynning og rithöfundaspjall

Rithöfundarnir Björk og Gunnar
Rithöfundarnir Björk og Gunnar

Í morgun hlustuðu nemendur 6. - 10. bekkjar á upplestur Gunnars Helgasonar og Bjarkar Jakobsdóttur úr bókum þeirra sem eru nýkomnar út.

Í kjölfarið þá hringdu þau í okkur (á netinu) og fengum við að spyrja þau um bækur þeirra og áhugamál.

Einnig fékk Gunnar óumbeðna aðstoð við að finna nafn á næstu bók um fótbolta. Framlenging á Fáskrúðsfirði ! Hann svaraði um hæl.. eða Fall úr deild á Fáskrúðsfirði, en sú hugmynd var ekki samþykkt. Spurning hvort þetta var "grís" hjá honum, eða er hann að fylgjast með Leikni Fásk?

Þetta var nokkuð vel heppnað og sýnir að vel má nota tæknina meira.